Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 14:30 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Aðsend/Olís Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma. Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira