Þorsteinn eftir leik: Sköpuðum slatta af færum, vorum ekki að nýta þau Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 16:00 Þorsteinn hefði viljað sjá sitt lið klára leikinn fyrr í dag. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55