Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.
Mennirnir sem leitað er að heita Pioaru Alexandru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir. Ionut og Dragomir eru á þrítugsaldri, en Badiu er á fertugsaldri.
Tveir menn sem ferðuðust með umræddum mönnum til Íslands á dögunum hafa greinst með Covid-19, og því leikur grunur á að það sama gæti átt við um þremenningana sem nú er leitað. Mennirnir eiga að vera í sóttkví.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.