Fótbolti

Costa bjargaði stigi fyrir Atletico Madrid í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Costa skoraði með skoti af stuttu færi í dag.
Costa skoraði með skoti af stuttu færi í dag. EPA-EFE/Luis Tejido

Atletico Madrid slapp með skrekkinn er liðið heimsótti Athletic Bilbao í dag. Lokatölur 1-1 í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Iker Munian, sem margur unnandi tölvuleiksins Football Manager kannast eflaust vel við, kom heimamönnum yfir á 37. mínútu leiksins. Adam var þó ekki lengi í paradís en Diego Costa jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu Koke. 

Staðan því jöfn 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik og reyndust það á endanum lokatölur leiksins þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik.

Atletico er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og mátti ekki við því að missa af stigum. Liðið er sem stendur í 6. sæti með 46 stig líkt og Getafe og Real Sociadad en síðastnefnda liðið á leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×