Fótbolti

Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hazard í leik gegn Celta Vigo í febrúar á þessu ári.
Hazard í leik gegn Celta Vigo í febrúar á þessu ári. EPA-EFE/CHEMA MOYA

Belgískir sóknarmaðurinn Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid eftir að hafa brotið bein í fæti í febrúar á þessu ári.

Talið var að Hazard myndi missa af tímabilinu vegna þess en þar sem leiktíðinni var á endanum frestað um þrjá mánuði þá fær Belginn tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hazard hefur aðeins byrjað níu leiki í spænsku úrvalsdeildinni fyrir Real Madrid á leiktíðinni og hefur ekki náð að heilla nýja vinnuveitendur sína en hann kom frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea síðasta sumar.

Hann fær nú tækifæri á vinstri vængnum í byrjunarliði Real en liðið mætir Eibar á heimavelli klukkan 17:30 í dag. 

Real þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að skáka Barcelona á toppi spænsku deildarinnar en Börsungar eru sem stendur með fimm stiga forystu eftir öruggan 4-0 sigur á Mallorca í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×