Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 10:05 Troy Deeney hefur skorað sex mörk fyrir Watford á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni sem ljúka á í sumar. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney. Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney.
Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti