Enn eru fjögur virk kórónuveirusmit hér á landi og bættist því ekkert smit við síðastliðinn sólarhring. Um helgina greindust tvö smit í rúmenskum mönnum sem komu hingað til lands á sama tíma og tveir náðu bata.
Alls hafa 1.810 smit verið staðfest hér á landi, 910 konur og 900 karlar, en 1.796 hafa náð bata. Tíu hafa látist af völdum kórónuveirunnar frá því að faraldurinn hófst.
550 eru í sóttkví og fækkar þeim um 63 milli sólarhringa. 21.891 hefur því lokið sóttkví.
Fjórir eru í einangrun vegna veirunnar en enginn liggur á sjúkrahúsi. 63.198 sýni hafa verið tekin hér á landi.