Hefur orðið fyrir árásum vegna óþægilegra mála og segir „ofbeldismenningu“ viðgangast á Alþingi Sylvía Hall skrifar 15. júní 2020 15:34 Halldóra Mogensen segist flokka þær persónulegu árásir sem hún hefur orðið fyrir sem andlegt ofbeldi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýndi menninguna á Alþingi harðlega á þingfundi í dag. Hún veltir fyrir sér hvort öðruvísi sé komið fram við konur í valdastöðum en karla. Þetta sagði Halldóra eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tilkynnti að hún myndi ekki sinna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áfram. Persóna hennar hefði sífellt verið dregin í svaðið og hún hafi verið notuð sem blóraböggull í umræðu um mál sem meirihlutanum þætti erfið. „Ég hef þurft persónulega að líða árásir og það sem ég myndi flokka sem andlegt ofbeldi þegar ég varpa ljósi á mál sem hafa verið óþægileg fyrir meirihlutann. Það hefur verið komið fram við mig á hátt sem ég efast um að væri gert ef ég væri karlmaður,“ sagði Halldóra. Hún sagði mikilvægt að spyrja þessara spurninga í því skyni að ná fram einhverri umræðu um þessi mál. Þá hvatti hún aðra til sjálfsskoðunar varðandi þá ofbeldismenningu sem þrifist inni á þinginu. „Mér finnst mikilvægt að spyrja spurninganna í þeirri von um að hún hvetji til umræðu og einhvers konar sjálfsskoðunar um þá ofbeldismenningu sem þrífst á þessum vinnustað sem ég hef fundið fyrir síðan ég steig hérna inn og litar alla okkar vinnu, og að hverjum hún beinist þessi menning. Og hvernig við komum fram við hvort annað,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýndi menninguna á Alþingi harðlega á þingfundi í dag. Hún veltir fyrir sér hvort öðruvísi sé komið fram við konur í valdastöðum en karla. Þetta sagði Halldóra eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tilkynnti að hún myndi ekki sinna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áfram. Persóna hennar hefði sífellt verið dregin í svaðið og hún hafi verið notuð sem blóraböggull í umræðu um mál sem meirihlutanum þætti erfið. „Ég hef þurft persónulega að líða árásir og það sem ég myndi flokka sem andlegt ofbeldi þegar ég varpa ljósi á mál sem hafa verið óþægileg fyrir meirihlutann. Það hefur verið komið fram við mig á hátt sem ég efast um að væri gert ef ég væri karlmaður,“ sagði Halldóra. Hún sagði mikilvægt að spyrja þessara spurninga í því skyni að ná fram einhverri umræðu um þessi mál. Þá hvatti hún aðra til sjálfsskoðunar varðandi þá ofbeldismenningu sem þrifist inni á þinginu. „Mér finnst mikilvægt að spyrja spurninganna í þeirri von um að hún hvetji til umræðu og einhvers konar sjálfsskoðunar um þá ofbeldismenningu sem þrífst á þessum vinnustað sem ég hef fundið fyrir síðan ég steig hérna inn og litar alla okkar vinnu, og að hverjum hún beinist þessi menning. Og hvernig við komum fram við hvort annað,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22
Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30