Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 18:30 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“