Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 18:30 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37