Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 18:30 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37