Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 18:30 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. Rúmenarnir fimm lögregla leitaði að í gær vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt og voru fluttir í farsóttahúsið. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, að rannsókn á þjófnaðarmálinu hafi leitt í ljós að fólkið hafi komið við í nokkrum verslunum á Selfossi en að ekki hafi þótt tilefni til að setja fleiri í sóttkví vegna þessa. Komu átta saman til landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að aðilarnir fimm sem gáfu sig fram við lögreglu í nótt hafi komið til landsins í átta manna hópi. Lögregla leitar nú að hinum þremur og segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þeir séu ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Best væri að viðkomandi aðilar myndu gefa sig fram símleiðis til að hægt sé að fylgja málinu eftir og vinna á sem öruggastan hátt og komast hjá eftirlýsingu og myndbirtingu í fjölmiðlum. Ellefu Rúmenar, ein kona og tíu karlar, dvelja nú í farsóttahúsinu og eru í einangrun inni á herbergjum. Vegna brota fólksins hefur öryggisgæsla verið hert. Tekin hafa verið sýni úr öllum í farsóttahúsinu og hafa þau öll reynst neikvæð, utan þeirra tveggja sem áður hefur verið greint frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Víðir Reynisson segir að mennirnir fimm sem mættu í leigubílum á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt hafi verið í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. 15. júní 2020 08:15
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39
Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi. 14. júní 2020 10:37