Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 15. júní 2020 20:01 Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira