Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2020 23:09 Flaggskip Grænlendinga siglir inn Viðeyjarsund síðdegis í fyrstu ferðinni til Íslands eftir að siglingsamstarf Royal Arctic Line og Eimskips hófst formlega, sem var 12. júní. Skipið kom frá Danmörku, hlaðið varningi til Íslands, en tekur jafnframt drjúgan farm í Reykjavík til að sigla með áfram til Nuuk. Stöð 2/KMU. Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58