Keflavík hefur styrkt raðirnar fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en Helgi Þór Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Helgi hefur spilað 113 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 46 mörk.
Hann hefur undanfarið ár spilað með Víði og Njarðvík en hann spilaði með Keflavík seinni hluta tímabils 2018 og skoraði hann seinasta markið sem félagið skoraði í efstu deild.
Keflavík mætir Aftureldingu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á föstudag.