Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 23:21 John Bolton deildi oft vioð Trupm þegar hann var þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Mark Humphrey Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira