Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2020 08:07 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðtalið er tekið við rafhleðslustöð fyrir bíla í Kringlunni í Reykjavík. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33