Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2020 08:07 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðtalið er tekið við rafhleðslustöð fyrir bíla í Kringlunni í Reykjavík. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33