Enski boltinn

Neitar að fram­lengja um einn mánuð til að hjálpa liðinu í fall­bar­áttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Fraser.
Ryan Fraser. vísir/getty

Ryan Fraser hefur neitað að framlengja samning sinn við Bournemoth um einn mánuð en núverandi samningur hans rennur út 30. júní.

Vegna kórónuveirunnar var óskað eftir því að þeir leikmenn sem renna út af samningi 30. júní, myndu framlengja samning sinn við félagið um einn mánuð en því hefur Fraser neitað.

Hann getur því spilað næstu tvo leiki Bournemouth en verður ekki með liðinu í síðustu sjö leikjunum en liðið er í 18. sæti, fallsæti. Stuðningsmenn félagsins eru því mis sáttir við þessa ákvörðun Skotans.

Hann hefur leikið með félaginu frá því að hann kom frá Aberdeen árið 2013 en hann hefur verið orðaður við Lundúnarliðin Arsenal og Tottenham.

Simon Francis, Andrew Surman, Charlie Daniels og Artur Boruc hafa allir framlengt samning sinn um einn mánuð svo þeir geti spilað út leiktíðina með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×