Sport

Kjarrá komin í 49 laxa

Karl Lúðvíksson skrifar
Kjarrá er komin í 49 laxa
Kjarrá er komin í 49 laxa Mynd: gg

Veiðin í Kjarrá hófst 7. júní og það er alveg óhætt að segja að veiðin frá opnun hafi staðið undir væntingum.

Frá því að Kjarrá opnaði hafa verið ágætis aðstæður en töluvert mikið vatn sem veiðimenn fagna eftir vatnsleysi sumarsins 2019. Veiðin hefur verið góð og er heildartalan í gær komin í 49 laxa bara í Kjarrá en það mun betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar veiðitölur bæði Þverár og Kjarrár eru lagðar saman. 19. júni´2019 var samanlögð veiðin í báðum ánum ekki nema 12 laxar svo þarna er um mikin viðsnúning að ræða. Væntingar til sumarsins voru góðar enda töldu fiskifræðingar að sterkur og stór stofn gönguseiða hafi farið til sjávar í fyrravor og þá er eins mikilvægt að meðalhiti sjávar var góður. 

Miðað við þær fréttir sem eru að berast úr Norðurá, Eystri Rangá og Blöndu, sem eru þær ár sem eru þegar opnar, þá eru veiðimenn heilt yfir bjartsýnir um að spá um gott veiðisumar rætist og það sem meira er, það er ennþá snjór í fjöllum og það sem er af er sumri hefur ringt vel suma daga svo það verður varla vatnslaust í ánum í sumar. Það verður spennandi að sjá gang mála í júní og þá sér í lagi hvað gerist á stórstreyminu 24. júní en þá mætti ætla að stórar göngur fari að mæta í árnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×