David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 21:15 David Luiz fær að líta rauða spjaldið. vísir/getty David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Sjá meira