Skúrkurinn mætti í viðtal og baðst afsökunar: Vill nú vera áfram hjá félaginu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 12:00 Luiz fær að líta rauða spjaldið í gær. vísir/getty David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira