Enski boltinn

Grealish kærður fyrir að flýja af vettvangi

Ísak Hallmundarson skrifar
Jack Grealish virðist eiga auðvelt með að koma sér í vandræði utan vallar. 
Jack Grealish virðist eiga auðvelt með að koma sér í vandræði utan vallar.  getty/Marc Atkins

Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, hefur verið kærður af lögreglu fyrir að flýja af vettvangi þegar hann keyrði á tvo bíla sem lagðir voru í stæði. Atburðirnir áttu sér stað í útgöngubanni í mars. 

Leikmaðurinn mun mæta fyrir dómi þann 25. ágúst. Hann þarf að svara fyrir tvær kærur, annars vegar að keyra án aðgátar og hins vegar fyrir að tilkynna ekki áreksturinn.

Rannsókn var hafin á málinu þegar tilkynnt var um bíl sem klessti á tvo aðra kyrrstæða bíla og bílstjóra sem flúði fótgangandi af vettvangi. Seinna kom í ljós að bílstjórinn hafi verið Jack Grealish. 

Áður höfðu fréttamiðlar greint frá því að Grealish hefði komist í kast við lögin þegar hann braut útgöngubannið sem var í gildi í Bretlandi, fór í partý og keyrði á tvo kyrrstæða bíla.

Hann sagðist skammast sín fyrir það í viðtali við Guardian fyrr í mánuðinum.

,,Ég vissi það strax að ég þurfti sjálfur að stíga fram og biðjast afsökunar, ég vildi ekki fela mig á bakvið einhverja yfirlýsingu frá félaginu. Ég er nógu gamall og þroskaður til að vita hvað ég gerði rangt,“ sagði Grealish. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×