Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 20:51 Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stöð 2 Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Alþingi Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira