Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 20:51 Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stöð 2 Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Alþingi Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira