Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:57 Rúnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en hrósaði HK fyrir góðan leik. Vísir Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45