Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 23:00 Sigurður Hrannar í leiknum í kvöld. Vísir/Haraldur Guðjónsson Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05