Fámennt á umdeildum fjöldafundi Trump Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 08:52 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum í gær. Vísir/getty Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47