Ekkert lát á jarðskjálftahrinunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 13:22 Jarðskjálftahrinan hefur ollið miklu grjóthruni bæði á Tröllaskaga, Flateyjarskaga og í Málmey. Vísir/Jóhann - AÐSEND/SIGURGEIR HARALDSSON Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi. Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28
Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31
Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35