Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2020 18:45 Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Fjarskipti Tækni Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fjarskipti Tækni Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira