Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 11:34 Kosningabaráttan hefur hingað til einkennst af því að Guðmundur Franklín hefur reynt hvað hann hefur getað til að draga Guðna út á völlinn, leðjuslag en Guðni er háll og Guðmundi reynist erfitt að ná taki á honum. Guðna hefur þó ekki tekist að halda sig alfarið til hlés og þar skiptir máli að samfélagsmiðlarnir eru opinber vettvangur. Forsetaembættið hefur í gegnum tíðina ekki verið embætti átaka þó ef til vill megi segja það barn síns tíma og illa skilgreint. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins, rólyndislegur fræðimaður sem hefur ekki staðið í ströngu, býður sig nú fram til að sitja annað kjörtímabil og fáir bjuggust við einhverjum látum í tengslum við það. En óvænt stendur Guðni, hefur lagt sig í líma við að vera sameiningartákn þjóðarinnar og gera helst ekkert það sem orkar tvímælis, með úfnar fjaðrir, reittur og tættur í illvígum slag um embættið. En kosið verður næstkomandi laugardag. Svo virðist sem Íslendingar noti ólíklegustu tækifæri til skiptast á eitruðum athugasemdum. Hatramur hópur lætur til sín taka Ýmsir furða sig á þessu. Hér verður komið sér hjá því að draga til dæmi um hörkuna en þess í stað vitnað til orða Jóns Óskars, hins rólyndislega myndlistarmanns sem elskar friðinn: „Ég er frekar hissa hvað baráttan um Bessastaði er hatröm og allir orðljótir. Ég hélt að allt væri frágengið og Guðni fengi rússneska kosningu. Það virðist ekki vera. Vita allir eitthvað sem ég veit ekki?“ spyr Jón og veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hann er ekki einn um það. Ólafur Þ. Harðarson prófessor, sem er okkar helsti sérfræðingur í forsetakosningum, segir hins vegar þetta ekkert nýtt. Ólafur Þ. Harðarson segir það ekkert einsdæmi að forsetakosningar geti reynst illskeyttar. En verstar voru þó prestkostningar meðan þær voru og hétu. „Já, þú ert þá að vísa til ummæla sem fallið hafa á Facebook,“ segir Ólafur. Hann bendir á að þó hávær sé standi tiltölulega lítill hópur, ákafir stuðningsmenn Guðmundar Franklín Jónssonar mótframbjóðanda, á bak við helstu lætin. „Og honum virðist nú ekki tekist að hafa rugga bátnum mikið í þeim skilningi að honum hafi tekist að fá mikið fylgi. En hann á orðljóta og illorða stuðningsmenn,“ segir Ólafur. Illskeyttastar voru prestkosningar Og það er rétt. Allar helstu kannanir sem marktækar mega teljast benda til mikilla yfirburða Guðna þó til séu netkannanir sem sýna annað. Ólafur bendir á að áköfustu stuðningsmenn Guðna láti heldur ekki sitt eftir liggja þegar fúkyrðaflaumurinn er annars vegar. „Þetta hefur ekkert með forsetakosningarnar að gera í sjálfu sér heldur er þetta umræða sem við erum orðin vön á Facebook; um pólitík og allan skrattann. Þetta er miðill þar sem menn gefa í og eru illorðir um alla skapaða hluti.“ Og þá er það heldur ekkert nýtt að menn séu illorðir í pólitík. „Illorðastir voru menn í prestskosningum í gamla daga. Það gat verið mjög persónulegt, prestkosningar voru illvígustu kosningar í landinu. Nú eru prestar bara ráðnir og það eru sóknarnefndir sem ráða eins og aðra starfsmenn. Fríkirkjusöfnuðir voru yfirleitt stofnaðir því það var óánægja með niðurstöður prestskosninga,“ segir Ólafur. Þannig vill svo einkennilega til að kosningar um embætti sem eru beinlínis til sameiningar, friðar og sátta eru ekki síst þær illskeyttustu. Guðmundur Franklín hefur verið afar harðskeyttur í opinberum viðræðum og gagnrýnt Guðna afar persónulega. Guðmundur Franklín mætti í vígahug í kappræður sem Stöð 2 efndi til á dögunum.Stöð 2/Arnar „Það hefur gerst áður að menn hafa verið ansi harðir í forsetakosningum. Davíð Oddsson fór mjög harkalega í Guðna 2016. Og Guðni brást þá við með ummælum sem voru í amerískum stíl: „Hefurðu enga sómakennd?“ En þá hafði Davíð gengið mjög hart fram,“ segir Ólafur. Og sama gerðist svo í viðræðum í kappræðum sem Stöð 2 efndi til, þegar Guðni Th. spurði Guðmund Franklín: „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Þegar Halldóra sást á Hagkaupssloppi Ólafur bendir jafnframt á að forsetakosningar hafi verið illskeyttar þó það hafi ekki verið á opinberum vettvangi. „Hvað er verið að segja meðal almennings? Ég man sjálfur að það sem almenningur var að kjafta um sín á milli 1968 þegar þeir tókust á Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn. Þá fóru af stað persónulegar sögur og komment um frambjóðendur ekki síst Halldóru eiginkonu Kristjáns. eitt mesta hneyksli þótti að átti að hafa sést fara út íbúið í Hagkaupsslopp. En þá er ekkert Facebook og engum datt í hug að skrifa slíkt í blöð.“ Þannig voru allar eitraðar meiningar í persónulegum samskiptum en með samfélagsmiðlum eru þær komin á opinberan vettvang. Kominn á prent og hið ritaða orð er höggþyngra en hið mælta. „Samskiptamiðlarnir eru breyting á okkar samskiptaháttum. Þó það sé nú ekki, menn hafa verið að reyna að rannsaka þetta, vitað hvort þeir hafi áhrif á stjórnmál. En það hafa mér vitanlega ekki enn komið fram rannsóknir að áhrifin séu eins mikil og menn halda kannski í fyrstu.“ Í því sambandi hefur verið bent á Trump Bandaríkjaforseta? „Jú, hann notar þennan miðil til að tjá sig. En hann notar líka sjónvarp og aðalmálið með Trump er nú að hann er Trump frekar en að það segi allt um miðillinn sem hann notar.“ Að fara vísvitandi í vonlaus framboð Fyrirfram hefði mátt ætla að forsetakosningar þar sem Guðni Th. Jóhannesson sækist eftir endurkjöri yrði tíðindaleysið sjálft. En Ólafur segir að menn fari ekki endilega í framboð með raunhæfar væntingar um að vinna. „Menn eru að fara í vonlaust framboð til vekja athygli á sjálfum sér eða einhverjum málstað sem þeir standa fyrir. Guðmundur Franklín hefur verið að leggja áherslu á orkupakkann og er þannig með klárt pólitískt agenda sem er í anda lýðhyggju eða popúlisma eins og við þekkjum hann í Ameríku og Evrópu. Minnir í því á Trump og þetta höfum við séð frá 1988; fram hafa komið frambjóðendur sem máttu vita að þeir fengju ekki mikið fylgi. Og sú hefur orðið raunin. Þrír frambjóðendur sem náðu ekki 1500 atkvæðum sem er sú tala meðmæla sem þeir höfðu safnað til að fá að vera í framboði. Svona frambjóðendur, ýmsir þeirra ekki að fara í framboð til að fara að vinna (ólíklegasta fólk trúir því reyndar) en nota þennan vettvang til að fá kynningu. Það getur þannig komið sér á framfæri eða einhverjum málstað.“ Ef menn vilja þrengja að þeim möguleika ætti að gera það með því að fjölga meðmælendum. Talan 1500 ákveðin árið 1944. En ætti að uppfæra hana miðað við fólksfjölda ætti hún að vera í kringum 5000. Guðni hefði viljað leggja kosningabaráttu sína upp eins og Vigdís gerði 1988, sem er að vera ekki með neina kosningabaráttu. En nútíminn býður ekki uppá það.Vísir/Sigurjón „Það gæti haft áhrif. Og gerir fólki erfiðara um vik að bjóða fram. 5000 meðmælendur eru reyndar engin býsn og hér er mjög auðvelt að bjóða fram til forseta,“ segir Ólafur. Hér eru ekki mikil eða íþyngjandi skilyrði. Óviðráðanlegur sinubruni Guðni hefur viljað gefa sig út fyrir að vera friðarins maður en það breytir ekki því að nú blæs. „Megintaktík þeirra sem standa vel er að halda sig til hlés og vera mjög rólegir. Svo var með Vigdísi 1988. Hún tók ekki þátt í neinum kappræðum við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, hún hafnaði því og rak enga kosningabaráttu. Þetta er ágæt taktík þeirra sem eru ofan á,“ segir Ólafur en Sigrún hafði ekki erindi sem erfiði og hlaut um 5 prósent atkvæða. En er eitthvað sem Guðni hefði getað gert til að lægja þetta bál? „Nei. Nákvæmlega ekki neitt.“ Er þetta óviðráðanlegur sinubruni? „Já, ef menn vilja orða það þannig,“ segir Ólafur. Kosningarnar eru sem áður sagði á laugardag. Ólafur er ekki búinn að kjósa. Hann segist alltaf reyna að kjósa á kjördag. Facebook Twitter Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Líkir Guðmundi Franklín við Trump og segist ekki ætla að kjósa hann Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 18. júní 2020 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsetaembættið hefur í gegnum tíðina ekki verið embætti átaka þó ef til vill megi segja það barn síns tíma og illa skilgreint. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins, rólyndislegur fræðimaður sem hefur ekki staðið í ströngu, býður sig nú fram til að sitja annað kjörtímabil og fáir bjuggust við einhverjum látum í tengslum við það. En óvænt stendur Guðni, hefur lagt sig í líma við að vera sameiningartákn þjóðarinnar og gera helst ekkert það sem orkar tvímælis, með úfnar fjaðrir, reittur og tættur í illvígum slag um embættið. En kosið verður næstkomandi laugardag. Svo virðist sem Íslendingar noti ólíklegustu tækifæri til skiptast á eitruðum athugasemdum. Hatramur hópur lætur til sín taka Ýmsir furða sig á þessu. Hér verður komið sér hjá því að draga til dæmi um hörkuna en þess í stað vitnað til orða Jóns Óskars, hins rólyndislega myndlistarmanns sem elskar friðinn: „Ég er frekar hissa hvað baráttan um Bessastaði er hatröm og allir orðljótir. Ég hélt að allt væri frágengið og Guðni fengi rússneska kosningu. Það virðist ekki vera. Vita allir eitthvað sem ég veit ekki?“ spyr Jón og veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hann er ekki einn um það. Ólafur Þ. Harðarson prófessor, sem er okkar helsti sérfræðingur í forsetakosningum, segir hins vegar þetta ekkert nýtt. Ólafur Þ. Harðarson segir það ekkert einsdæmi að forsetakosningar geti reynst illskeyttar. En verstar voru þó prestkostningar meðan þær voru og hétu. „Já, þú ert þá að vísa til ummæla sem fallið hafa á Facebook,“ segir Ólafur. Hann bendir á að þó hávær sé standi tiltölulega lítill hópur, ákafir stuðningsmenn Guðmundar Franklín Jónssonar mótframbjóðanda, á bak við helstu lætin. „Og honum virðist nú ekki tekist að hafa rugga bátnum mikið í þeim skilningi að honum hafi tekist að fá mikið fylgi. En hann á orðljóta og illorða stuðningsmenn,“ segir Ólafur. Illskeyttastar voru prestkosningar Og það er rétt. Allar helstu kannanir sem marktækar mega teljast benda til mikilla yfirburða Guðna þó til séu netkannanir sem sýna annað. Ólafur bendir á að áköfustu stuðningsmenn Guðna láti heldur ekki sitt eftir liggja þegar fúkyrðaflaumurinn er annars vegar. „Þetta hefur ekkert með forsetakosningarnar að gera í sjálfu sér heldur er þetta umræða sem við erum orðin vön á Facebook; um pólitík og allan skrattann. Þetta er miðill þar sem menn gefa í og eru illorðir um alla skapaða hluti.“ Og þá er það heldur ekkert nýtt að menn séu illorðir í pólitík. „Illorðastir voru menn í prestskosningum í gamla daga. Það gat verið mjög persónulegt, prestkosningar voru illvígustu kosningar í landinu. Nú eru prestar bara ráðnir og það eru sóknarnefndir sem ráða eins og aðra starfsmenn. Fríkirkjusöfnuðir voru yfirleitt stofnaðir því það var óánægja með niðurstöður prestskosninga,“ segir Ólafur. Þannig vill svo einkennilega til að kosningar um embætti sem eru beinlínis til sameiningar, friðar og sátta eru ekki síst þær illskeyttustu. Guðmundur Franklín hefur verið afar harðskeyttur í opinberum viðræðum og gagnrýnt Guðna afar persónulega. Guðmundur Franklín mætti í vígahug í kappræður sem Stöð 2 efndi til á dögunum.Stöð 2/Arnar „Það hefur gerst áður að menn hafa verið ansi harðir í forsetakosningum. Davíð Oddsson fór mjög harkalega í Guðna 2016. Og Guðni brást þá við með ummælum sem voru í amerískum stíl: „Hefurðu enga sómakennd?“ En þá hafði Davíð gengið mjög hart fram,“ segir Ólafur. Og sama gerðist svo í viðræðum í kappræðum sem Stöð 2 efndi til, þegar Guðni Th. spurði Guðmund Franklín: „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Þegar Halldóra sást á Hagkaupssloppi Ólafur bendir jafnframt á að forsetakosningar hafi verið illskeyttar þó það hafi ekki verið á opinberum vettvangi. „Hvað er verið að segja meðal almennings? Ég man sjálfur að það sem almenningur var að kjafta um sín á milli 1968 þegar þeir tókust á Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn. Þá fóru af stað persónulegar sögur og komment um frambjóðendur ekki síst Halldóru eiginkonu Kristjáns. eitt mesta hneyksli þótti að átti að hafa sést fara út íbúið í Hagkaupsslopp. En þá er ekkert Facebook og engum datt í hug að skrifa slíkt í blöð.“ Þannig voru allar eitraðar meiningar í persónulegum samskiptum en með samfélagsmiðlum eru þær komin á opinberan vettvang. Kominn á prent og hið ritaða orð er höggþyngra en hið mælta. „Samskiptamiðlarnir eru breyting á okkar samskiptaháttum. Þó það sé nú ekki, menn hafa verið að reyna að rannsaka þetta, vitað hvort þeir hafi áhrif á stjórnmál. En það hafa mér vitanlega ekki enn komið fram rannsóknir að áhrifin séu eins mikil og menn halda kannski í fyrstu.“ Í því sambandi hefur verið bent á Trump Bandaríkjaforseta? „Jú, hann notar þennan miðil til að tjá sig. En hann notar líka sjónvarp og aðalmálið með Trump er nú að hann er Trump frekar en að það segi allt um miðillinn sem hann notar.“ Að fara vísvitandi í vonlaus framboð Fyrirfram hefði mátt ætla að forsetakosningar þar sem Guðni Th. Jóhannesson sækist eftir endurkjöri yrði tíðindaleysið sjálft. En Ólafur segir að menn fari ekki endilega í framboð með raunhæfar væntingar um að vinna. „Menn eru að fara í vonlaust framboð til vekja athygli á sjálfum sér eða einhverjum málstað sem þeir standa fyrir. Guðmundur Franklín hefur verið að leggja áherslu á orkupakkann og er þannig með klárt pólitískt agenda sem er í anda lýðhyggju eða popúlisma eins og við þekkjum hann í Ameríku og Evrópu. Minnir í því á Trump og þetta höfum við séð frá 1988; fram hafa komið frambjóðendur sem máttu vita að þeir fengju ekki mikið fylgi. Og sú hefur orðið raunin. Þrír frambjóðendur sem náðu ekki 1500 atkvæðum sem er sú tala meðmæla sem þeir höfðu safnað til að fá að vera í framboði. Svona frambjóðendur, ýmsir þeirra ekki að fara í framboð til að fara að vinna (ólíklegasta fólk trúir því reyndar) en nota þennan vettvang til að fá kynningu. Það getur þannig komið sér á framfæri eða einhverjum málstað.“ Ef menn vilja þrengja að þeim möguleika ætti að gera það með því að fjölga meðmælendum. Talan 1500 ákveðin árið 1944. En ætti að uppfæra hana miðað við fólksfjölda ætti hún að vera í kringum 5000. Guðni hefði viljað leggja kosningabaráttu sína upp eins og Vigdís gerði 1988, sem er að vera ekki með neina kosningabaráttu. En nútíminn býður ekki uppá það.Vísir/Sigurjón „Það gæti haft áhrif. Og gerir fólki erfiðara um vik að bjóða fram. 5000 meðmælendur eru reyndar engin býsn og hér er mjög auðvelt að bjóða fram til forseta,“ segir Ólafur. Hér eru ekki mikil eða íþyngjandi skilyrði. Óviðráðanlegur sinubruni Guðni hefur viljað gefa sig út fyrir að vera friðarins maður en það breytir ekki því að nú blæs. „Megintaktík þeirra sem standa vel er að halda sig til hlés og vera mjög rólegir. Svo var með Vigdísi 1988. Hún tók ekki þátt í neinum kappræðum við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, hún hafnaði því og rak enga kosningabaráttu. Þetta er ágæt taktík þeirra sem eru ofan á,“ segir Ólafur en Sigrún hafði ekki erindi sem erfiði og hlaut um 5 prósent atkvæða. En er eitthvað sem Guðni hefði getað gert til að lægja þetta bál? „Nei. Nákvæmlega ekki neitt.“ Er þetta óviðráðanlegur sinubruni? „Já, ef menn vilja orða það þannig,“ segir Ólafur. Kosningarnar eru sem áður sagði á laugardag. Ólafur er ekki búinn að kjósa. Hann segist alltaf reyna að kjósa á kjördag.
Facebook Twitter Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Líkir Guðmundi Franklín við Trump og segist ekki ætla að kjósa hann Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 18. júní 2020 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54
Líkir Guðmundi Franklín við Trump og segist ekki ætla að kjósa hann Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 18. júní 2020 08:13