Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 15:00 Brynjar Björn vonast til að Valgeir Valgeirsson verði ekki frá lengur en viku. Vísir/Bára Dröfn Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30
Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05
„Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00
Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00