Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 15:28 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira