Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira