Enski boltinn

Sol­skjær ó­sam­mála Kea­ne og segir De Gea besta mark­vörð í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og De Gea á góðri stundu.
Solskjær og De Gea á góðri stundu. vísir/getty

David de Gea, markvörður Man. United, er enn besti markvörður í heimi að mati stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, þrátt fyrir mistökin í leik helgarinnar.

De Gea var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína um helgina í 1-1 jafntefli gegn Tottenham og Roy Keane blöskraði meðal annars frammistaða Spánverjans sem hefur gert sig sekan um mörg mistök að undanförnu.

Norðmaðurinn hefur þó enn ekki misst trúna á markverðinum og stendur fast við bakið á honum.

„David er besti markvörður í heimi. Hann hefur fengið á sig tvö mörk í síðustu leikjum sem hann hefur spilað hjá okkur,“ sagði De Gea í samtali við Sky Sports.

„Það eru tveir leikir gegn City, Chelsea, auðvitað gegn Tottenham og Everton. Tvo mörk í sjö leikjum svo við erum ekki að fá fullt af mörkum á okkur.“

„Markið gegn Everton var undarlegt og þetta mark getur hann ekki varið. Hann ver vel og vinnur leiki fyrr okkur og mér finnst enn að hann sé besti markvörður í heimi.“

„Hann leggur hart að sér. Hann gerir ekki mistök aftur og aftur. Hann hefur verið að leggja hart að sér á æfingum og ég er ánægður með hans vinnusemi,“ sagði Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×