KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 21:18 Ægir Jarl skoraði þrjú í kvöld. Vísir/Bára KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR, Valur og Afturelding tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í Egilshöllinni. Valur skoraði þrjú gegn 4. deildarliði SR og Afturelding lagði Árborg með þremur mörkum gegn engu. KR skoraði átta | Skoraði í sínum fyrsta mótsleik KR vann 3. deildarlið Vængja Júpíters 8-1 inn í Egilshöll. Leikurinn var þó óvænt nokkuð jafn framan af en Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiks en Andi Andri Morina jafnaði metin tveimur mínútum síðar fyrir heimamenn. Stefán Árni Geirsson kom Íslandsmeisturum KR yfir áður en flautað var til hálfleiks en staðan þó aðeins 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari blésu KR-ingar í herlúðrana eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, hefur eflaust sagt leikmönnum sínum til syndanna. Ægir Jarl Jónasson skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik ásamt því að Pablo Punyed, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn Bjarnason - í sínum fyrsta mótsleik fyrir KR - gerðu allir eitt mark. Leikurinn var þó ekki eingöngu gleði fyrir Vesturbæinga en Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður, meiddist illa á hné þegar tæpur klukkutími var liðinn og þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hvort hann leiki meira með í sumar. Valur í basli í Laugardalnum Valur mætti SR, venslaliði Þróttar Reykjavíkur, sem leikur í 4. deild. Björgólfur Takefusa - sem lék með KR, Fylki, Þrótti og Val á sínum tíma - var í fremstu víglínu SR og fiskaði víti um miðbik fyrri hálfleiks. Tók hann vítið sjálfur en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði slaka spyrnu Björgólfs. Sigurður Egill Lárusson kom svo Val yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan þó aðeins 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari skoruðu Lasse Petry og varamaðurinn Aron Bjarnason. Lokatölur 3-0 en reiknað var með töluvert stærri sigri Vals í kvöld. Þá vann Afturelding, sem leikur í Lengjudeildinni, 3-0 sigur á Árborg sem leikur í 4. og neðstu deild. Markarskorarar fengnir frá Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13 Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍBV skoraði sjö og fór örugglega áfram inn í 16-liða úrslitin ÍBV flaug örugglega inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 23. júní 2020 20:13
Umfjöllun: Fram - ÍR 3-1 | Safamýrapiltar lentu undir en komust áfram Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á 2. deildarliði ÍR. Þrjú af fjórum mörkum leiksins komu í fyrri hálfleik en gestirnir úr Breiðholti komust yfir í leiknum. 23. júní 2020 20:00