Innlent

„Ríkis­stjórnin mynduð um allt annað en skýra fram­tíðar­sýn“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. Frá því að kórónuveiran bankaði upp á hafi of mörg mál fengið of litla umfjöllin í þinginu og ríkisstjórnin ætlaði að keyra þau í gegn á nokkrum dögum fyrir þinglok.

„Það er líka áhugavert að skoða hvaða mál eru ekki á listanum langa. Þar má nefna ýmis frelsismál sem voru kynnt til sögunnar með vel pródúseruðum kynningarfundum eða herferðum á samfélagsmiðlum. Glansandi umbúðir sem reyndust svo innihaldslausar,“ sagði hún. Þar nefndin hún meðal annars breytingar á mannanafnalögum, áfengissölu á öðrum stöðum en Vínbúðinni og frelsi á leigubílamarkaði.

Þá var hún mjög gagnrýnin á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þá fara ómarkvisst í aukin útgjöld í „hitt og þetta.“ Hugmyndafærði fortíðarinnar væri sett í heiðurssæti og ríkisstjórnina sagði hún myndaða um allt annað en skýra framtíðarsýn.

„Við búum við aðstæður sem hægt er að lýsa einhvern veginn svona: Þrír stjórnmálaflokkar rugluðu saman reitum í von um að ná að viðhalda því sem var. Gulrótin sem átti að veifa, var umtalsverð aukning ríkisútgjalda í hitt og þetta.“

Þá sagði hún nokkuð ljóst að samgangur í efnahagslífinu hafi verið löngu hafin áður en kórónuveiruna bar að garði. „Faraldurinn hefur hins vegar hjálpað ríkisstjórninni við að hylma yfir með þeim ógöngum sem efnahagurinn var þegar kominn í.“

Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.


Tengdar fréttir

„Þið eigið heima hér“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×