Creditinfo biður Persónuvernd um að meta hvort lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 22:45 Reynir Grétarsson er eigandi og stjórnarformaður Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“ Persónuvernd Neytendur Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“
Persónuvernd Neytendur Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira