Innlent

Fundi slitið á Alþingi og mál tekin af dagskrá

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm

Umræðum á Alþingi er lokið í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon tók alls tuttugu mál, sem átti að ræða á þingfundi í dag, af dagskrá og sleit fundinum nú í kvöld. Aðeins einn dagskrárliður var ræddur á þingfundi dagsins.

Þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hafa farið í ræðustól Alþingis í dag. Sérstaklega beindu þeir spjótum sínum að heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Miðflokksmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að stunda málþóf vegna málsins. Í eldhúsdagsumræðum þingsins í gær sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, að hann og flokkssystkini hans hefðu verið sökuð um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarliða.

„Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×