Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 08:10 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. Tveir af þremur dómurum komust að þessari niðurstöðu og þannig stöðvuðu áfrýjunardómararnir viðleitni annars dómara til að skoða nánar fordæmalausa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að fella málið niður. Um mikinn sigur fyrir Flynn og ráðuneytið er að ræða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump tísti um málið eftir að úrskurðurinn varð ljós þar sem hann fagnaði niðurstöðunni. Great! Appeals Court Upholds Justice Departments Request To Drop Criminal Case Against General Michael Flynn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2020 Seinna í gær ræddi forsetinn við blaðamenn og sagði hann að „vondir menn“ hefðu komið hræðilega fram við Flynn. Slíkt mætti aldrei gerast aftur í Bandaríkjunum. Trump rak Flynn eftir stutta stund í starfi þegar í ljós kom að hann hefði sagt Mike Pence, varaforseta, og öðrum starfsmönnum Hvíta hússins ósatt um samtöl sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í aðdraganda embættistöku Trump. Flynn sagði einnig rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna ósatt, sem er glæpur, og hefur hann tvisvar sinnum játað brot sitt fyrir dómi. Hann hefur meðal annars sagt fyrir dómi að hann hafi ekki verið þvingaður til að segja ósatt og að rannsakendur FBI hafi ekki brotið á rétti hans. Honum hefur þó snúist hugur og viðleitni hans hefur notið fullum stuðningi Hvíta hússins og Trump-liða. Allt frá því William Barr tók við embætti af Jeff Sessions, sem Trump rak fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni, hefur hann varið miklu púðri í að grafa undan uppruna rannsóknarinnar og niðurstöðum hennar. Demókratar hafa gagnrýnt Barr fyrir að nota ráðuneytið í pólitískum tilgangi og haga sér eins og einkalögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra. Sérfræðingar og fræðimenn sem blaðamenn Washington Post hafa rætt við segja ljóst að svo sé. Barr hafi notað ráðuneytið í pólitískum tilgangi. Hann hafi til að mynda gripið inn í mál gegn tveimur ráðgjöfum Donald Trump, þeim Michael Flynn og Roger Stone, rekið óvænt saksóknara sem var að rannsaka Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og þar að auki skipaði hann lögregluþjónum að reka friðsama mótmælendur frá torgi nærri Hvíta húsinu svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Á undanförnum dögum hefur Barr rætt við hægri sinnaða fjölmiðla um það hvað utankjörfundaratkvæði eru líkleg til að leiða til kosningasvika, sem er eitthvað sem Trump heldur reglulega fram, án þess að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Þar að auki hefur Barr verið sakaður um að afbaka niðurstöður rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins í Rússarannsókninni. Sjá einnig: Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Starfsmenn ráðuneytisins, sem vilja ekki koma fram undir nafni, segja starfsanda í ráðuneytinu vera ömurlegan. Þingmenn virðast þó ekkert geta gert. Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, geta og myndu koma í veg fyrir allar tilraunir Demókrata til að víkja Barr úr embætti. Þeir segja hann vera að rannsaka spillingu innan réttarkerfis Bandaríkjanna. Nánar tiltekið, þá meintu spillingu sem leiddi til þess að Rússarannsóknin hófst. Sögðu starfsmenn beitta þrýstingi Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ræddu við tvo saksóknara í gær og báðir sökuðu þeir Barr um ósæmileg inngrip í réttarkerfið. Aaron Zelensky, sem kom bæði að rannsókn Robert Mueller og málinu gegn Roger Stone, sagði þingmönnum að háttsettir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu hafi rætt sín á milli að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi að ofan varðandi það að taka Roger Stone léttum tökum. Hann sagði einhverja þeirra í beinum samskiptum við Barr. Zelensky nefndi þá embættismenn og opnaði þar með leið fyrir frekari rannsókn þingmanna á málinu. Barr sjálfur hefur samþykkt að mæta á fund nefndarinnar þann 28. júlí. Hann hefur ekki mætt á fund dómsmálanefndar eftir að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra. Nefndin hefur þrisvar sinnum reynt að fá hann á fund. Í fyrsta skiptið, sem var í kjölfar þess að hann skrifaði umdeilda samantekt um niðurstöður Mueller, neitaði hann að svara spurningum starfsmanna nefndarinnar og var því hætt við fundinn. Halda átti annan fund í mars en honum var frestað þar til í júní vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Barr neitaði þó að mæta á þann fund eftir að Hvíta húsið mótmælti því. Samkvæmt heimildum Politico ætlaði Barr heldur ekki að mæta á fundinn í júlí, hann á þó að hafa skipt um skoðun eftir að hann komst að því að Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, var að undirbúa að stefna honum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. Tveir af þremur dómurum komust að þessari niðurstöðu og þannig stöðvuðu áfrýjunardómararnir viðleitni annars dómara til að skoða nánar fordæmalausa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að fella málið niður. Um mikinn sigur fyrir Flynn og ráðuneytið er að ræða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump tísti um málið eftir að úrskurðurinn varð ljós þar sem hann fagnaði niðurstöðunni. Great! Appeals Court Upholds Justice Departments Request To Drop Criminal Case Against General Michael Flynn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2020 Seinna í gær ræddi forsetinn við blaðamenn og sagði hann að „vondir menn“ hefðu komið hræðilega fram við Flynn. Slíkt mætti aldrei gerast aftur í Bandaríkjunum. Trump rak Flynn eftir stutta stund í starfi þegar í ljós kom að hann hefði sagt Mike Pence, varaforseta, og öðrum starfsmönnum Hvíta hússins ósatt um samtöl sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í aðdraganda embættistöku Trump. Flynn sagði einnig rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna ósatt, sem er glæpur, og hefur hann tvisvar sinnum játað brot sitt fyrir dómi. Hann hefur meðal annars sagt fyrir dómi að hann hafi ekki verið þvingaður til að segja ósatt og að rannsakendur FBI hafi ekki brotið á rétti hans. Honum hefur þó snúist hugur og viðleitni hans hefur notið fullum stuðningi Hvíta hússins og Trump-liða. Allt frá því William Barr tók við embætti af Jeff Sessions, sem Trump rak fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni, hefur hann varið miklu púðri í að grafa undan uppruna rannsóknarinnar og niðurstöðum hennar. Demókratar hafa gagnrýnt Barr fyrir að nota ráðuneytið í pólitískum tilgangi og haga sér eins og einkalögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra. Sérfræðingar og fræðimenn sem blaðamenn Washington Post hafa rætt við segja ljóst að svo sé. Barr hafi notað ráðuneytið í pólitískum tilgangi. Hann hafi til að mynda gripið inn í mál gegn tveimur ráðgjöfum Donald Trump, þeim Michael Flynn og Roger Stone, rekið óvænt saksóknara sem var að rannsaka Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og þar að auki skipaði hann lögregluþjónum að reka friðsama mótmælendur frá torgi nærri Hvíta húsinu svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Á undanförnum dögum hefur Barr rætt við hægri sinnaða fjölmiðla um það hvað utankjörfundaratkvæði eru líkleg til að leiða til kosningasvika, sem er eitthvað sem Trump heldur reglulega fram, án þess að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Þar að auki hefur Barr verið sakaður um að afbaka niðurstöður rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins í Rússarannsókninni. Sjá einnig: Segir tilefni til að ákæra Barr fyrir embættisbrot en telur það tímasóun Starfsmenn ráðuneytisins, sem vilja ekki koma fram undir nafni, segja starfsanda í ráðuneytinu vera ömurlegan. Þingmenn virðast þó ekkert geta gert. Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, geta og myndu koma í veg fyrir allar tilraunir Demókrata til að víkja Barr úr embætti. Þeir segja hann vera að rannsaka spillingu innan réttarkerfis Bandaríkjanna. Nánar tiltekið, þá meintu spillingu sem leiddi til þess að Rússarannsóknin hófst. Sögðu starfsmenn beitta þrýstingi Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ræddu við tvo saksóknara í gær og báðir sökuðu þeir Barr um ósæmileg inngrip í réttarkerfið. Aaron Zelensky, sem kom bæði að rannsókn Robert Mueller og málinu gegn Roger Stone, sagði þingmönnum að háttsettir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu hafi rætt sín á milli að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi að ofan varðandi það að taka Roger Stone léttum tökum. Hann sagði einhverja þeirra í beinum samskiptum við Barr. Zelensky nefndi þá embættismenn og opnaði þar með leið fyrir frekari rannsókn þingmanna á málinu. Barr sjálfur hefur samþykkt að mæta á fund nefndarinnar þann 28. júlí. Hann hefur ekki mætt á fund dómsmálanefndar eftir að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra. Nefndin hefur þrisvar sinnum reynt að fá hann á fund. Í fyrsta skiptið, sem var í kjölfar þess að hann skrifaði umdeilda samantekt um niðurstöður Mueller, neitaði hann að svara spurningum starfsmanna nefndarinnar og var því hætt við fundinn. Halda átti annan fund í mars en honum var frestað þar til í júní vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Barr neitaði þó að mæta á þann fund eftir að Hvíta húsið mótmælti því. Samkvæmt heimildum Politico ætlaði Barr heldur ekki að mæta á fundinn í júlí, hann á þó að hafa skipt um skoðun eftir að hann komst að því að Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, var að undirbúa að stefna honum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira