Íslenski boltinn

Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins.
Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir

Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Þórsarar voru í gær dæmdir til að greiða 50 þúsund krónur í sekt eftir að tveir leikmenn og þjálfari liðsins mættu í viðtal við Fótbolti.net eftir leik gegn Grindavík með derhúfu merkta veðmálafyrirtækinu Coolbet.

Eins og kom fram í frétt Vísir í gær var Coolbet var einnig á árskortum Þórsara en Klara segir að dómur aga- og úrskurðarnefndar KSÍ höfði bara til derhúfumálsins.

„Sektin er í tengslum við framkomu eftir leik liðsins gegn Grindavík,“ sagði Klara er Vísir sló á þráðinn til hennar í dag.

Hún segir að árskortin og derhúfurnar séu tvö ólík mál - þó að þau fjalli nánast um sama málið og segir það óvíst að hún, sem framkvæmdastjóri KSÍ, muni senda málið áfram til aga- og úrskurðarnefndar.

„Ég er ekki viss um það. Þetta eru tvö ólík mál. Annars vegar í tengslum við leik og hins vegar einhverja ársmiðasölu. Þetta eru mismunandi eðli mála.“

„Þetta er úrskurður aga- og úrskurðarnefndar. Framkvæmdastjóri KSÍ getur getur vísað málum sem geta skaðað ímynd knattspyrnunnar. Það fjallar um þessa framkomu þeirra með derhúfurnar.“

Klara segir að hún er ekki viss um hvort að árskortin falli undir þau ákvæði sem framkvæmdastjóri getur sent til nefndarinnar.

„Eitt er brot á lög og reglum KSÍ, annað er brot á lögum Íslands. Ég hef ekki, sem framkvæmdastjóri, vísað því til aga- og úrskurðarnefndarþví ef þú skoðar þau mál þá er óljóst hvort að árskortin falli undir það ákvæði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×