Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:00 Páll Viðar Gíslason mætti með Coolbet-derhúfu í viðtal hjá Fótbolta.net. Alvaro Montejo gerði slíkt hið sama. skjáskot/fótbolti.net/thorsport.is Jóhann Már Helgason, sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni þar sem Lengjan fær að auglýsa eins og þeim sýnist. Hann segir þó Þórsara ekki hafa farið rétt að enda stangast gjörðir þeirra á við landslög. Mál Þórs frá Akureyri og veðmálafyrirtækisins Coolbet hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga enda gerðust Þórsarar þar að öllum líkindum sekir um brot á landslögum. Eftir leik Þórs og Grindavíkur í Lengjudeildinni mættu Akureyringar með derhúfu merkta erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolti.net. Í kjölfarið kom upp að fyrirtækið hafði einnig fengið að auglýsa á ársmiðum Þórs. Vísir hafði samband við Jóhann Már Helgason en hann gerði skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga síðasta vetur. Mætti hann síðan til Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum Sportið í dag í apríl síðstliðnum til að fara yfir stöðu mála hjá íþróttafélögum hérlendis. Jóhann Már í setti hjá Henry Birgi og Kjartani Atla.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég held að þetta málefni Þórsara sé mjög skýr og góð birtingarmynd fyrir þá stöðu sem flestar knattspyrnudeildir eru í. Það er hart í ári og flestir styrktaraðilar halda að sér höndum. Á meðan eru erlend veðmálafyrirtæki sem vilja styrkja þessi félög en lagaumhverfið, sem að mínu mati er úrelt, leyfir það ekki. Það er því klárlega þessi freisting til staðar fyrir félögin að láta reyna á þessi lög, líkt og Þórsarar virðast hafa gert,“ sagði Jóhann Már þegar Vísir falaðist eftir hans skoðun á málinu. „Þetta er samt alls ekki rétta skrefið að mínu mati, enda ólöglegt. Fyrir mér þarf knattspyrnuhreyfingin sem ein heild að ákveða hvort hún vilji gera slíka samninga og vinna þannig á málum gagnvart löggjafanum. Að mínu mati er því boltinn hjá félögunum.“ Jóhann telur veðmálafyrirtæki standa höllum fæti gagnvart Lengjunni sem virðist einoka íslenskan markað. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna.“ „Það eru ekki bara íslenskir tipparar sem eru að veðja fótboltann hér á landi, heldur eru það líka einstaklingar úti í hinum stóra heimi og þeir skipta við þessa erlendu veðbanka sem þannig hafa tekjur af íslenskri knattspyrnu. Það eru verulega súrt í brotið að íslensk félög fái ekki hluta af þeim tekjum á sitt borð,“ sagði Jóhann að lokum um málið. Fótbolti Íslenski boltinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Jóhann Már Helgason, sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni þar sem Lengjan fær að auglýsa eins og þeim sýnist. Hann segir þó Þórsara ekki hafa farið rétt að enda stangast gjörðir þeirra á við landslög. Mál Þórs frá Akureyri og veðmálafyrirtækisins Coolbet hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga enda gerðust Þórsarar þar að öllum líkindum sekir um brot á landslögum. Eftir leik Þórs og Grindavíkur í Lengjudeildinni mættu Akureyringar með derhúfu merkta erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolti.net. Í kjölfarið kom upp að fyrirtækið hafði einnig fengið að auglýsa á ársmiðum Þórs. Vísir hafði samband við Jóhann Már Helgason en hann gerði skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga síðasta vetur. Mætti hann síðan til Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum Sportið í dag í apríl síðstliðnum til að fara yfir stöðu mála hjá íþróttafélögum hérlendis. Jóhann Már í setti hjá Henry Birgi og Kjartani Atla.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég held að þetta málefni Þórsara sé mjög skýr og góð birtingarmynd fyrir þá stöðu sem flestar knattspyrnudeildir eru í. Það er hart í ári og flestir styrktaraðilar halda að sér höndum. Á meðan eru erlend veðmálafyrirtæki sem vilja styrkja þessi félög en lagaumhverfið, sem að mínu mati er úrelt, leyfir það ekki. Það er því klárlega þessi freisting til staðar fyrir félögin að láta reyna á þessi lög, líkt og Þórsarar virðast hafa gert,“ sagði Jóhann Már þegar Vísir falaðist eftir hans skoðun á málinu. „Þetta er samt alls ekki rétta skrefið að mínu mati, enda ólöglegt. Fyrir mér þarf knattspyrnuhreyfingin sem ein heild að ákveða hvort hún vilji gera slíka samninga og vinna þannig á málum gagnvart löggjafanum. Að mínu mati er því boltinn hjá félögunum.“ Jóhann telur veðmálafyrirtæki standa höllum fæti gagnvart Lengjunni sem virðist einoka íslenskan markað. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna.“ „Það eru ekki bara íslenskir tipparar sem eru að veðja fótboltann hér á landi, heldur eru það líka einstaklingar úti í hinum stóra heimi og þeir skipta við þessa erlendu veðbanka sem þannig hafa tekjur af íslenskri knattspyrnu. Það eru verulega súrt í brotið að íslensk félög fái ekki hluta af þeim tekjum á sitt borð,“ sagði Jóhann að lokum um málið.
Fótbolti Íslenski boltinn Þór Akureyri Tengdar fréttir Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 25. júní 2020 13:30
Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30
Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39
Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00