Veðurstofan spáir fremur hægri, austlægri eða breytilegri átt í dag. Má búast við að víða verði skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestantil eftir hádegi. Úrkomulítið verður austanlands fram á kvöld, en hitinn á landinu á bilinu 8 til 17 stig þar sem hlýjast verður austantil.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði norðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu og úrkomulítið víðast hvar á morgun og líklegt að eitthvað sjáist til sólar suðvestantil á landinu.
„Hiti 14 til 19 stig sunnanlands, en heldur svalara fyrir norðan. Fer að rigna um landið sunnan- og austanvert annað kvöld.
Á sunnudag er svo útlit fyrir hlýtt veður og einhverja vætu í flestum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 5-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum V-lands. Fer að rigna SA-til um kvöldið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á sunnudag: Norðaustan 8-15, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Rigning með köflum, en léttir víða til eftir hádegi. Hiti 10 til 22 stig, svalast við N- og A-ströndina.
Á mánudag: Norðaustan 8-15, en hægari SV-til. Dálítil væta um landið A-vert, en bjartviðri V-lands. Hiti 12 til 20 stig, en 6 til 11 stig NA-til.
Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en skýjað með köflum um landið A-vert. Hiti 5 til 14 stig, svalast við A-ströndina.
Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt með skúrum S-lands. Hiti breytist lítið.