Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 19:30 Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira