Innlent

Ákæra fyrir manndráp af ásetningi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Málið kom upp í byrjun apríl.
Málið kom upp í byrjun apríl.

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í byrjun apríl. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur þegar verið birt og verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á næstu dögum.

Maðurinn er ákærður fyrir manndráp af ásetningi en hann hafði um hríð búið á heimili móður sinnar. Talið er að konan hafi látist af stungusárum sem hún hlaut.

Maður sem var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað var einnig handrekinn þegar málið kom upp en sleppt degi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×