Ósáttur með að leikmaðurinn væri nafngreindur | Gerði allt rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 13:47 Þorsteinn er ekki á allt sáttur með hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um smit leikmanns Breiðabliks. Vísir/Daniel Í gærkvöld greindi Fótbolti.net frá því að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks hefði greinst með kórónuvírusinn. Í kjölfarið greindi Almannavernd ríkislögreglustjóra frá smitinu á Facebook-síðu sinni. Allt lið Blika er því farið í sóttkví og leikmaðurinn sem um er ræðir í einangrun. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, furðar sig á því að fjölmiðlar hafi vitað um málið svo snemma en aðeins fimm mínútum eftir að Þorsteinn frétti af smitinu var það komið í fjölmiðla. Hann hefur þó litlar áhyggjur af því að lið hans þurfi að fara í 14 daga sóttkví og vonast að enginn annar hafi smitast. Sjá einnig: Leikmaður Breiðabliks smitaður „Það veit enginn af þessu hjá Breiðabliki fyrr en fréttamaður hringir og spyr að þessu. Þessu var bara skellt fram án vitneskju leikmanna. Við settum inn tilkynningu á síðu leikmanna og hringdum í foreldra yngstu leikmanna liðsins. Við ætluðum svo að ræða við leikmenn í dag. Þetta var tilkynnt í fjölmiðlum áður en við náðum að tilkynna leikmanninum frá þessu. Ég fékk bara að vita þetta fimm mínútum áður en þetta fer í fjölmiðla,“ sagði Þorsteinn ósáttur með hvernig fjölmiðlar tóku á málinu. „Hvaða máli skiptir hver þetta er, ég sé ekki tilganginn með því að nafngreina hana. Fólk getur alveg lagt tvo plús tvo saman og komist að því hver þetta er en það er skandall að nafngreina hana fyrir alþjóð.“ Hann sagðist hafa heyrt í leikmanninum og talað við hana. Hún hafi verið einkennalaus við komuna til landsins, hafi farið í skimun í Leifsstöð og ekkert hafi greinst. Þá hafi leikmaðurinn verið – og er enn – einkennalaus. Því sé ómögulegt að reyna kenna henni um enda hafi hún – og Breiðablik – farið eftir öllum þeim verkferlum sem eru til staðar. „Það getur enginn kennt sér um að smitast af þessari veiru, það veit enginn hver er sýktur fyrr en að viðkomandi hefur greinst með veiruna. Það hefur fullt af fólki fengið veiruna en ekki sýnt nein einkenni. Hún hefur ekki fengið nein af þeim einkennum sem lýsa sér sem viðbrögð við því að vera með veiruna.“ Málið var rædd í Pepsi Max Mörkunum í gær skömmu eftir að það kom upp. Margrét Lára Viðarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, tók skýrt fram að ekki væri neinum að kenna Hvða varðar næstu daga er ljóst að leikmenn Breiðabliks fari í 14 daga sóttkví en annars bíður liðið eftir frekari upplýsingum frá KSÍ. Sem stendur þarf allavega að fresta tveimur leikjum hjá Breiðabliki. „Við verðum bara að bíða og sjá. Það er alveg ljóst að við verðum í 14 daga sóttkví en við vitum þannig séð ekkert nema bara það. Vonandi verða það ekki fleiri en þetta sem greinast með smit og þetta verði því ekki meira en þessir 14 dagar.“ „Ég hef engar áhyggjur að þessum tveimur leikjum sé frestað. Þetta snýst um að hlutirnir fari á sem bestan veg fyrir alla og þá er mér alveg sama þó þessum leikjum hafi verið frestað. Þetta er fúlt og leiðinlegt mál en ef það leystist á þessum tveimur vikum þá hef ég engar áhyggjur. Aðalatriðið er að sem fæstir smitist,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn veltir þó fyrir sér hvort hann hefði átt að setja leikmanninn í sóttkví við komuna til landsins. Hann hafi spurt sig fram og til baka hvort það hefði verið rétt ákvörðun en Þorsteinn sagði að það væri alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Þá hafi enginn af þeim leikmönnum sem komið hafa til landsins frá því að landamæri landsins voru opnuð 15. júní þurft að fara í sóttkví samkvæmt hans bestu vitneskju. Nú rétt í þessu gaf Breiðablik frá sér tilkynningu varðandi málið sem lesa má hér að neðan. Þorsteinn setur ákveðið spurningamerki við að leikur Breiðabliks og Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla hafi farið fram á Kópavogsvelli í gær. Annars kvaðst hann nokkuð sáttur með hvernig KSÍ hefði tekið á málinu. „Ég veit ekki hvað KSÍ gat gert sem slíkt. Held þeir séu bara að afla allra gagna sem þeir geta um hvernig hlutirnir fóru fram en þeir taka enga ákvörðun með sóttkví eða neitt því um líkt Það er kannski spurning með leikinn í gær. Ákvörðun um að spila hann, maður setur kannski spurningamerki við það,“ sagði Þorsteinn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Áætlað að yfir 200 manns þurfi í sóttkví eftir smitin Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir frá því að um 200 manns þurfi að fara í sóttkví og sé það tengt því að smit greindist í herbúðum Breiðabliks í gær. 26. júní 2020 13:03 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í gærkvöld greindi Fótbolti.net frá því að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks hefði greinst með kórónuvírusinn. Í kjölfarið greindi Almannavernd ríkislögreglustjóra frá smitinu á Facebook-síðu sinni. Allt lið Blika er því farið í sóttkví og leikmaðurinn sem um er ræðir í einangrun. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, furðar sig á því að fjölmiðlar hafi vitað um málið svo snemma en aðeins fimm mínútum eftir að Þorsteinn frétti af smitinu var það komið í fjölmiðla. Hann hefur þó litlar áhyggjur af því að lið hans þurfi að fara í 14 daga sóttkví og vonast að enginn annar hafi smitast. Sjá einnig: Leikmaður Breiðabliks smitaður „Það veit enginn af þessu hjá Breiðabliki fyrr en fréttamaður hringir og spyr að þessu. Þessu var bara skellt fram án vitneskju leikmanna. Við settum inn tilkynningu á síðu leikmanna og hringdum í foreldra yngstu leikmanna liðsins. Við ætluðum svo að ræða við leikmenn í dag. Þetta var tilkynnt í fjölmiðlum áður en við náðum að tilkynna leikmanninum frá þessu. Ég fékk bara að vita þetta fimm mínútum áður en þetta fer í fjölmiðla,“ sagði Þorsteinn ósáttur með hvernig fjölmiðlar tóku á málinu. „Hvaða máli skiptir hver þetta er, ég sé ekki tilganginn með því að nafngreina hana. Fólk getur alveg lagt tvo plús tvo saman og komist að því hver þetta er en það er skandall að nafngreina hana fyrir alþjóð.“ Hann sagðist hafa heyrt í leikmanninum og talað við hana. Hún hafi verið einkennalaus við komuna til landsins, hafi farið í skimun í Leifsstöð og ekkert hafi greinst. Þá hafi leikmaðurinn verið – og er enn – einkennalaus. Því sé ómögulegt að reyna kenna henni um enda hafi hún – og Breiðablik – farið eftir öllum þeim verkferlum sem eru til staðar. „Það getur enginn kennt sér um að smitast af þessari veiru, það veit enginn hver er sýktur fyrr en að viðkomandi hefur greinst með veiruna. Það hefur fullt af fólki fengið veiruna en ekki sýnt nein einkenni. Hún hefur ekki fengið nein af þeim einkennum sem lýsa sér sem viðbrögð við því að vera með veiruna.“ Málið var rædd í Pepsi Max Mörkunum í gær skömmu eftir að það kom upp. Margrét Lára Viðarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, tók skýrt fram að ekki væri neinum að kenna Hvða varðar næstu daga er ljóst að leikmenn Breiðabliks fari í 14 daga sóttkví en annars bíður liðið eftir frekari upplýsingum frá KSÍ. Sem stendur þarf allavega að fresta tveimur leikjum hjá Breiðabliki. „Við verðum bara að bíða og sjá. Það er alveg ljóst að við verðum í 14 daga sóttkví en við vitum þannig séð ekkert nema bara það. Vonandi verða það ekki fleiri en þetta sem greinast með smit og þetta verði því ekki meira en þessir 14 dagar.“ „Ég hef engar áhyggjur að þessum tveimur leikjum sé frestað. Þetta snýst um að hlutirnir fari á sem bestan veg fyrir alla og þá er mér alveg sama þó þessum leikjum hafi verið frestað. Þetta er fúlt og leiðinlegt mál en ef það leystist á þessum tveimur vikum þá hef ég engar áhyggjur. Aðalatriðið er að sem fæstir smitist,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn veltir þó fyrir sér hvort hann hefði átt að setja leikmanninn í sóttkví við komuna til landsins. Hann hafi spurt sig fram og til baka hvort það hefði verið rétt ákvörðun en Þorsteinn sagði að það væri alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Þá hafi enginn af þeim leikmönnum sem komið hafa til landsins frá því að landamæri landsins voru opnuð 15. júní þurft að fara í sóttkví samkvæmt hans bestu vitneskju. Nú rétt í þessu gaf Breiðablik frá sér tilkynningu varðandi málið sem lesa má hér að neðan. Þorsteinn setur ákveðið spurningamerki við að leikur Breiðabliks og Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla hafi farið fram á Kópavogsvelli í gær. Annars kvaðst hann nokkuð sáttur með hvernig KSÍ hefði tekið á málinu. „Ég veit ekki hvað KSÍ gat gert sem slíkt. Held þeir séu bara að afla allra gagna sem þeir geta um hvernig hlutirnir fóru fram en þeir taka enga ákvörðun með sóttkví eða neitt því um líkt Það er kannski spurning með leikinn í gær. Ákvörðun um að spila hann, maður setur kannski spurningamerki við það,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Áætlað að yfir 200 manns þurfi í sóttkví eftir smitin Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir frá því að um 200 manns þurfi að fara í sóttkví og sé það tengt því að smit greindist í herbúðum Breiðabliks í gær. 26. júní 2020 13:03 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Áætlað að yfir 200 manns þurfi í sóttkví eftir smitin Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir frá því að um 200 manns þurfi að fara í sóttkví og sé það tengt því að smit greindist í herbúðum Breiðabliks í gær. 26. júní 2020 13:03
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49