Þrír leikir á Laugardalsvelli á aðeins sex dögum í október Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 15:15 Gylfi Þór í leik gegn Albaníu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Evrópu er nú í óðaönn að setja saman leikjaplan landsliða eftir kórónufaraldurinn. Fór allt úr skorðum í kjölfar þess að landamærum var lokað eftir að faraldurinn skall á og þurfa landslið álfunnar því að leika þéttar en vanalega. Því munu þrír leikir fara fram á Laugardalsvelli í október. Raunar er það svo að leikirnir þrír fara fram á sex daga tímabili. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þann 8. október koma Rúmenar í heimsókn í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Vinni Ísland þann leik þá tekur við annars umspilsleikur í nóvember sem sker úr um hvaða lið fer á mótið. Þann 11. október koma Danir í heimsókn hingað til lands þegar Þjóðadeildin fer aftur af stað. Aðeins þremur dögum síðar mæta Belgar á Laugardalsvöll en það er ljóst að vallarstarfsmenn munu hafa nóg að gera þessa vikuna. Ari Freyr Skúlason í baráttunni gegn Belgíu sumarið 2018 en þá voru löndin einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.Vísir/Vilhelm Í nóvember tekur annað eins við en að þessu sinni á útivelli. Fari svo að Ísland leggi Rúmeníu þá mætum við Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra þann 12. nóvember. Þaðan myndi leiðin liggja til Danmerkur en sá leikur fer fram 15. nóvember og myndi ferðalagið enda í Englandi þann 15. nóvember. 8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er nú í óðaönn að setja saman leikjaplan landsliða eftir kórónufaraldurinn. Fór allt úr skorðum í kjölfar þess að landamærum var lokað eftir að faraldurinn skall á og þurfa landslið álfunnar því að leika þéttar en vanalega. Því munu þrír leikir fara fram á Laugardalsvelli í október. Raunar er það svo að leikirnir þrír fara fram á sex daga tímabili. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þann 8. október koma Rúmenar í heimsókn í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Vinni Ísland þann leik þá tekur við annars umspilsleikur í nóvember sem sker úr um hvaða lið fer á mótið. Þann 11. október koma Danir í heimsókn hingað til lands þegar Þjóðadeildin fer aftur af stað. Aðeins þremur dögum síðar mæta Belgar á Laugardalsvöll en það er ljóst að vallarstarfsmenn munu hafa nóg að gera þessa vikuna. Ari Freyr Skúlason í baráttunni gegn Belgíu sumarið 2018 en þá voru löndin einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.Vísir/Vilhelm Í nóvember tekur annað eins við en að þessu sinni á útivelli. Fari svo að Ísland leggi Rúmeníu þá mætum við Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra þann 12. nóvember. Þaðan myndi leiðin liggja til Danmerkur en sá leikur fer fram 15. nóvember og myndi ferðalagið enda í Englandi þann 15. nóvember. 8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild)
8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild)
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira