Telja Dani hafa borið veiruna til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:15 Tómleg Kaupmannahöfn í miðjum faraldri í byrjun apríl. Anadolu Agency/getty Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Sjá meira
Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Sjá meira
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23