Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 13:16 Slysið varð á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis á sunnudaginn. Vegagerðin Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26