Sálfræðiþjónusta færð undir sjúkratryggingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira