Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 13:12 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort bruninn á Bræðraborgarstíg kalli á laga- eða reglubreytingar. Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. Vettvangsrannsókn á tildrögum brunans er ekki lokið. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra var boðaður á fund Velferðarnefndar klukkan tíu í morgun þar sem farið var yfir húsnæðismál á leigumarkaði, brunamál og brunavarnir í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag í síðustu viku þar sem þrír létust. Þá hafa Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi í Reykjavík verið boðaðir á fund Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna sama máls. Fundi Velferðarnefndar lauk skömmu fyrir hádegi og sagði félagsmálaráðherra að skoðað verði hvort gera þurfi laga- eða reglubreytingar í kjölfar brunans. „Við vorum að fara yfir þennan harmleik sem þarna gerðist og ég var að segja frá því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er búin að hefja rannsókn á málinu, bæði á slökkviþættinum, brunavörnum hússins og líka erum við að skoða í samstarfi við HMS samhliða þessu hvort þetta kalli á einhverjar laga- eða reglubreytingar,“ sagði Ásmundur Einar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Efling gagnrýnir aðbúnað erlends verkafólks „Síðan vorum við að fara yfir félagslega stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og hvernig staða þeirra aðgerða er sem að við höfum verið að vinna að hér í ráðuneytinu í tengslum við lífskjarasamningana. Hluti af því er kominn til framkvæmda, hluti af því er væntanlegt en hefur dregist vegna Covid,“ sagði Ásmundur en leggja þurfti niður öll störf ráðuneytisins frá byrjun mars þar til í maí nema þau sem tengdust Covid. „Ég held það sé alveg ljóst að það er full þörf á þeim aðgerðum sem að lífskjarasamningarnir kváðu á um.“ Sérðu fyrir þér að ráðast þurfi strax í breytingar á lögum og auka eftirlitsþáttinn? „Ég held það sé ástæða til þess að skoða það. Í dag er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að funda með slökkvistjóranum á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilum. Við ætlum okkur að klára þessa vinnu núna, samtali á milli aðila,“ sagði hann. „Þessi rannsókn þarf að fara fram og ég held það muni þurfa að skoða einhverjar breytingar til að tryggja betur stöðu almennings í svona málum,“ sagði Ásmundur. Stéttarfélagið Efling gagnrýnir harðlega, í yfirlýsingu frá félaginu frá því í morgun, aðbúnað erlends verkafólks og segir að fólkið sem lést í brunanum hafi lent í klóm einstaklings sem hafi leigt þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi. Tvö þeirra sem létust voru félagsmenn Eflingar. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar og miðlægrannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka tildrög brunans og alla verkþætti sem snúa að slökkvistarfi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vettvangsrannsókn enn ólokið. Maður á sjötugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögregla greindi frá því á föstudag að rökstuddur grunur væri um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. Vettvangsrannsókn á tildrögum brunans er ekki lokið. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra var boðaður á fund Velferðarnefndar klukkan tíu í morgun þar sem farið var yfir húsnæðismál á leigumarkaði, brunamál og brunavarnir í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag í síðustu viku þar sem þrír létust. Þá hafa Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi í Reykjavík verið boðaðir á fund Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna sama máls. Fundi Velferðarnefndar lauk skömmu fyrir hádegi og sagði félagsmálaráðherra að skoðað verði hvort gera þurfi laga- eða reglubreytingar í kjölfar brunans. „Við vorum að fara yfir þennan harmleik sem þarna gerðist og ég var að segja frá því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er búin að hefja rannsókn á málinu, bæði á slökkviþættinum, brunavörnum hússins og líka erum við að skoða í samstarfi við HMS samhliða þessu hvort þetta kalli á einhverjar laga- eða reglubreytingar,“ sagði Ásmundur Einar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Efling gagnrýnir aðbúnað erlends verkafólks „Síðan vorum við að fara yfir félagslega stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og hvernig staða þeirra aðgerða er sem að við höfum verið að vinna að hér í ráðuneytinu í tengslum við lífskjarasamningana. Hluti af því er kominn til framkvæmda, hluti af því er væntanlegt en hefur dregist vegna Covid,“ sagði Ásmundur en leggja þurfti niður öll störf ráðuneytisins frá byrjun mars þar til í maí nema þau sem tengdust Covid. „Ég held það sé alveg ljóst að það er full þörf á þeim aðgerðum sem að lífskjarasamningarnir kváðu á um.“ Sérðu fyrir þér að ráðast þurfi strax í breytingar á lögum og auka eftirlitsþáttinn? „Ég held það sé ástæða til þess að skoða það. Í dag er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að funda með slökkvistjóranum á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilum. Við ætlum okkur að klára þessa vinnu núna, samtali á milli aðila,“ sagði hann. „Þessi rannsókn þarf að fara fram og ég held það muni þurfa að skoða einhverjar breytingar til að tryggja betur stöðu almennings í svona málum,“ sagði Ásmundur. Stéttarfélagið Efling gagnrýnir harðlega, í yfirlýsingu frá félaginu frá því í morgun, aðbúnað erlends verkafólks og segir að fólkið sem lést í brunanum hafi lent í klóm einstaklings sem hafi leigt þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi. Tvö þeirra sem létust voru félagsmenn Eflingar. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar og miðlægrannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka tildrög brunans og alla verkþætti sem snúa að slökkvistarfi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vettvangsrannsókn enn ólokið. Maður á sjötugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögregla greindi frá því á föstudag að rökstuddur grunur væri um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08