Veður

Skjálfti að stærð 3,1 mældist við Gjögurtá í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
jarpCapture

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er enn yfirstandandi. Laust eftir klukkan fjögur í nótt mældist skjálfti upp á 3,1 rúma tuttugu kílómetra norðvestur af Gjögurtá. 

Laust eftir klukkan sex í morgun mældist síðan annar skjálfti sem upp á 2,8 á sama stað.

Fjöldi smáskjálfta var fyrir norðan í nótt, einkum í námunda við Gjögurtá.

Líkur eru á stærri skjálftum á svæðinu að mati náttúruvársérfræðinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×