Mjólka stefnir MS Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 12:27 Mjólka stefnir MS fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. Samkvæmt stefnunni er beint fjártjón Mjólku vegna athæfis MS tæpar 59 milljónir króna. Krafa Mjólku er að viðurkennd verði skaðabótaskylda MS vegna misnotkun síðarnefnda félagsins á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til 2010. Eins er þess krafist að MS greiði Mjólku málskostnað. Meðal þess sem sem Mjólka tekur til í stefnunni, og byggir hana á, er að MS hafi selt Mjólku hrámjólk, sem er grundvallarhráefni í framleiðslu mjólkurvara, á hærra verði en til keppinauta félagsins, til að mynda Kaupfélags Skagfirðinga. Þannig hafi samkeppnisstaða Mjólku verið veikt og félaginu komið út af mjólkurmarkaði. Sú fjárhæð sem Mjólka fer fram á að MS greiði í skaðabætur er mismunur á því verði sem Mjólka greiddi fyrir hrámjólk árin 2008 og 2009 og því verði sem KS greiddi fyrir sambærilegt magn hrámjólkur á sömu árum. „Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“ segir í stefnunni. Þar kemur einnig fram að útreikningar þessir hafi verið unnir af löggildum endurskoðanda. Samkeppnismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. Samkvæmt stefnunni er beint fjártjón Mjólku vegna athæfis MS tæpar 59 milljónir króna. Krafa Mjólku er að viðurkennd verði skaðabótaskylda MS vegna misnotkun síðarnefnda félagsins á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til 2010. Eins er þess krafist að MS greiði Mjólku málskostnað. Meðal þess sem sem Mjólka tekur til í stefnunni, og byggir hana á, er að MS hafi selt Mjólku hrámjólk, sem er grundvallarhráefni í framleiðslu mjólkurvara, á hærra verði en til keppinauta félagsins, til að mynda Kaupfélags Skagfirðinga. Þannig hafi samkeppnisstaða Mjólku verið veikt og félaginu komið út af mjólkurmarkaði. Sú fjárhæð sem Mjólka fer fram á að MS greiði í skaðabætur er mismunur á því verði sem Mjólka greiddi fyrir hrámjólk árin 2008 og 2009 og því verði sem KS greiddi fyrir sambærilegt magn hrámjólkur á sömu árum. „Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“ segir í stefnunni. Þar kemur einnig fram að útreikningar þessir hafi verið unnir af löggildum endurskoðanda.
Samkeppnismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira